Prófaðu að aldurs- og kyngreina rjúpur!
Í sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku 2013 fengu gestir að spreyta sig í að aldurs- og kyngreina rjúpur á myndum í tölvu. Nú er hægt að gera það hér á vefnum. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig aldur ungra fugla og fullorðinna er metinn og hvernig greint er á milli kynja. Neðst á síðunni er að finna 30 ljósmyndir sem hægt er að reyna sig við.
Upplýsingar um rjúpuna og rannsóknir á henni
Litur flugfjaðra segir til um aldur
Til að aldursgreina rjúpur bera menn saman lit á flugfjöður nr. 2 og flugfjöður nr. 3 (talið utan frá). Fjaðurstafurinn sjálfur er alltaf dökkur hjá íslenskum rjúpum óháð aldri, en við erum að bera saman litinn á föninni sjálfri, ekki fjaðurstafnum. Hjá fuglum á 1. ári (ungfugl) er flugfjöður nr. 2 dekkri en nr. 3 eins og hér sést. Hjá fullorðnum fuglum, fuglum á 2. ári og eldri, eru fjaðrir nr. 2 og 3 jafndökkar eða nr. 3 dekkri. Hjá sumum fullorðnum fuglum eru engin litarefni í fönum flugfjaðra nr. 2 og 3.
|
|
|
Ungfugl
|
Fullorðinn
|
Fullorðinn
|
Greint á milli kynja
Í vetrarbúningi er auðvelt að greina á milli kynja. Karlfuglinn (karrinn) er með breiðan svartan taum á milli nefs og auga en kvenfuglinn er með hvítt andlit eða grannan hrímaðan taum. Þessi kynjamunur sést fram á vor. Röddin er líka mismunandi, karrinn „ropar“ en kvenfuglinn „gaggar“.
|
|
|
Karlfugl (karri)
|
|
Kvenfugl
|
Velja mynd (smellið á myndina) til að aldurs- og kyngreina rjúpur!
|